Saturday

JÓLAKVEÐJA FRÁ OKKUR ÓLA TIL ALLRA ÆTTINGJA OG VINA NÆR OG FJÆRMonday

Leiðin heim

Fallegasta jólaskrautið verður til af náttúrunnar hendi það sést hér á þessum myndum... Yndislegt!
Ég tók þessar myndir  á samsunginn minn í morgun þegar ég var að koma úr leikfimi , ég stóðst ekki mátinn smellti nokkrum myndum á leiðinni heim.Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 

Friday

Fallega skreyttir speglar

Sunday

Gaman að skoða fallega jólaskrautið hjá
Lancaster Home & Holiday

...Smá snjór og svolítið gamalt lúkk! Æðislega fallegt jólatré! - jólaskrautið er svolítið öðruvísi en maður sér annarstaðar.


 ... og svo þetta antik lúkk á myndinni hér fyrir neðan mjög fallegt! stóllinn er líka ævintýralega gamall  og skemmtilegur í stíl við tréð :)

Fallegt jóla hreindýr á standi  


svolítið skemmtilegt og óvenjulegt jólaskraut!


Skoðaðu síðuna hjá þeim hjá Lancaster
Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 

Friday

Dúkkuhús


  Riviera Maison er æðisleg verslun  ein af mínum uppáhalds og þetta er lógóið þeirra eins og þið auðvitað vissuð. Það minnir mig alltaf á dúkuhúsið sem mig dreymdi um þegar ég var lítil stúlka :)


 Krúttlegt og sætt jólatrésskraut af lógóinu þeirra ....

 Hérna er búið að smíða "dúkkuhús" í sama stíl og lógóið þeirra, mjög fallegt,  kannski á ég eftir að láta gamlan draum rætast og fá mér eitt svona :)
þetta er rétti liturinn á því þessi grái og hvíti .


 Mér finnst allt flott í þessari verslun Riviéra Maison! Hérna er smá jólastemming í hvítu frá þeim...

Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 

 

Thursday

KÖNGLAR

 ...... eru algerlega ómissandi í jólaskreytinguna .
Falleg skreytingar  í bollum  Þessi sveigur hér fyrir neðan er otrúlega einfaldur og fallegur. Fínlegur og  og jólalegur ,þó að ég haldi að hann sé frekar meiri vorskreyting en jólaskreyting.


Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 


Fyrir Jólin ♥

Þessa mynd fékk ég á facebook síðunni hjá Laura Ashley á íslandi ..Ég kannaðist eitthvað svo við þessa mynd þegar ég sá hana þar! ástæðan fyrir því var, að ég er með alveg eins veggfóður á veggjunum heima hjá mér :)  Ég keypti það fyrir 8 árum og þá var það nýkomið á markaðinn... Ennþá yndislega fallegt ,allavega finnst mér það :) Jólatréð á myndinni er líka mjög fallegt.

Þetta jólatré (á myndinni hér fyrir neðan) er 180cm á hæð og keypt í  SIA það er mjög þægilegt því að ljósaserían er áföst því og þar af leiðandi verður þetta ekkert mál þegar að skreytingunni kemur... Ég var farin að hugleiða hvort ég ætti nokkuð að vera að vesenast með jólatré í ár! Ég er mjög ánægð með þetta tré.

Þessar myndir hér fyrir neðan er tekin í eldhúsinu mínu á jólum 2012 og sú fyrir ofan er líka frá 2012.

Mynd hér fyrir neðan er af LIAMARIA jólatrés veggskreytingu frá IKEA (150x210 cm) Það sem ég gerði til að fá hana svona glæsileg er að ég nældi Jólaljósaseríu aftan í dúkinn og útkoman varð eins og myndin sýnir. "Dúkurinn" er síðan strengdur á  gardínustengur uppi og niðri. Þetta Kemur mjög vel út og er á veitingastaðnum mínum á Hótel Grímsborgum

 Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag!

Wednesday

Fyrir og Eftir

Þetta er mjög einfalt og venjulegt sófaborð frá Ikea ! sjáið hvað hún Jen hjá City Farmhouse  sem býr á Long Island gjörbreytti útliti þess ... Frábær hugmynd !
Glæsilegt ! 

  ..En eftir breytinguna lítur það svona út !

  


Takk fyrir innlitið


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...