Thursday

Fyrir Jólin ♥

Þessa mynd fékk ég á facebook síðunni hjá Laura Ashley á íslandi ..Ég kannaðist eitthvað svo við þessa mynd þegar ég sá hana þar! ástæðan fyrir því var, að ég er með alveg eins veggfóður á veggjunum heima hjá mér :)  Ég keypti það fyrir 8 árum og þá var það nýkomið á markaðinn... Ennþá yndislega fallegt ,allavega finnst mér það :) Jólatréð á myndinni er líka mjög fallegt.

Þetta jólatré (á myndinni hér fyrir neðan) er 180cm á hæð og keypt í  SIA það er mjög þægilegt því að ljósaserían er áföst því og þar af leiðandi verður þetta ekkert mál þegar að skreytingunni kemur... Ég var farin að hugleiða hvort ég ætti nokkuð að vera að vesenast með jólatré í ár! Ég er mjög ánægð með þetta tré.

Þessar myndir hér fyrir neðan er tekin í eldhúsinu mínu á jólum 2012 og sú fyrir ofan er líka frá 2012.

Mynd hér fyrir neðan er af LIAMARIA jólatrés veggskreytingu frá IKEA (150x210 cm) Það sem ég gerði til að fá hana svona glæsileg er að ég nældi Jólaljósaseríu aftan í dúkinn og útkoman varð eins og myndin sýnir. "Dúkurinn" er síðan strengdur á  gardínustengur uppi og niðri. Þetta Kemur mjög vel út og er á veitingastaðnum mínum á Hótel Grímsborgum

 Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag!

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...