Friday

Franskur sveitastíll

.... Er svo sjarmerandi , en ég spái samt oft í því þegar ég sé svona fallega uppsetningu eins og á þessum  myndum hér fyrir neðan hvort  ég í raunveruleikanum myndi fíla svona grófan stíl heima hjá mér!  Þetta lítur svo vel út á myndum!


Örugglega mjög auðvelt að smíða þeta borð !!


 Þetta hér fyrir neðan er alger draumur , en það kallar líka á þetta umhverfi sem það er í
elegant stólar og ljósakrónan  ♥  JÁ! það er ekki sama hvernig hlutunum er raðað saman!





Takk fyrir innlitið kæru vinir

Wednesday

F a l l e g t o g l á t l a u s t

Lítið og krúttlegt hús!
Jessica Helgerson innanhússhönnuður hefur meira en fimmtán ára reynslu við að innrétta og hanna íbúðar og atvinnuhúsnæði . Þó innréttingar hennar séu yfirleitt stílhreinar er hún opin fyrir að vinna með ýmsa stíla, það fer eftir þörfum og smekk viðskiptavina hennar .









 Húsið er í undurfallegu umhverfi  í the Oregon’s Sauvie Island.
hérna er síðan hennar Jessicu Helgerson

Takk fyrir innlitið kæru vinir

Friday

Það Bættist Ein Hæð Ofan á Bílskúrinn

 Þegar stormurinn reif þakið af bílskúrnum , notaði Sofia tækifærið og byggði hæð ofan á hann. Hún hefur allt sem hún þarf hér á 35 fermetrum .

 Mynd fyrir neðan:
Öllu  svo smekklega fyrir komið hér!



Mynd fyrir neðan
þessar ryðguðu dósir eru orðnar að "skrautmunum" eftir að Sofia  hefur meðhöndlaði þær og stillt þeim upp fyrir myndatökuna.

 mynd fyrir neðan:
Skemmtilegir hlutir á þessari uppstillingu.

Mynd fyrir neðan:
Fallegt olívutré  + Antikhurð 

 Mynd fyrir neðan:
Fallegt að setja brúna skápinn  innanum um allt þetta hvíta í umhverfinu, og "skjalið "upp á veggnum ! Það væri nú gaman að vita hvað stæði á því ? Það hlítur að vera eitthvað skemmtilegt :)

Mynd fyrir neðan:
Borðplatan á þessu tveggjamanna borði er alger draumur! ...og kertakrónan, allt svo látlaust og ótrúlega smekklegt
 Flott ERRið í hillunni :)

mynd fyrir neðan:
Sniðug! hún Sofia lét gera þessa veggmynd eftir gömlu póstkorti sem hún átti . Þetta er ekkert smá flott !!





Takk fyrir innlitið kæru vinir


Thursday

Skandinavískur Stíll

Elin og Rune búa í  Sunnmøre  í Noregi með frábæru útsýni yfir fjörðinn.


Frábærlega skreyttir veggir og á gólfið settu þau timbur sem notað er á veröndina.


Fallegt arinhorn ... Hvítu Stólarnir með gærunni eru  frá Ikea . Svörtu stólarnir eru garðstólar málaðir með svörtu lakki ... Fallegir handprjónaðir púðar :) Borðið er algjört æði ...!!!!!





Mynd fyrir neðan: Hérna hefur Elín útbúið  frábært "borð" sjáið hvernig hún hefur sett fætur undir hilluna sem er steypt og úr verður þetta fína borð! Undir borðinu er nóg af teppum til að hlýja sér, á köldum vetrarkvöldum!




Takk fyrir innlitið kæru vinir

Sunday

Konfekt fyrir augað

.... Já svo sannarlega getur leirtauið okkar verið það ! Hérna eru hugmyndir sem við getum notað  þegar við stillum leirtaujinu okkar í hillurna.




...þær eru svo einstaklega fallegar þessar súputarínur....og þessar shabby chic hillur !





Flott á þessari mynd að setja krókana á hillurnar til að hengja allskonar "gamalt dót" með þessu fallegu skálum.  Svei mér ef þetta er ekki  farið að ryðga...jú en það er líka í tísku þetta shabby chic look!






Takk fyrir innlitið kæru vinir

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...