Thursday

Svo Flott !

Eru ljósakrónurnar að koma aftur eða hafa þær aldrei farið úr tísku. 

Það er ótrúlegt að þetta fari saman veðurbarinn viðurinn og þessi glæsilega ljósakróna :) en ég er hugfanginn af þessari samsetningu ... Samt er ég að spá í það hvort þetta sé bara spurning um myndrænu hliðina á þessu. Sumt myndast betur en það er  í raunveruleikanum ...Og svo myndi ég segja að borðið væri ekki hentugt sem borðstofuborð nema bara upp á punt!  það er náttúrulega ekki þrifvænt? En þetta er glæsileg mynd . Myndi fara vel á Veröndinni ... Hvað finnst ykkur?

 Yndislegt borðstofa ! Ég elska svona loftbita ...þeir eru Ekta!
 Ég hef ekki séð svona timbur - (planka) notaða í gólfefni áður, ég meina í fullbúna íbúð þetta er of gróft fyrir minn smekk, eins og það sé eitthvað sem eigi eftir að klára :) Þetta er ekki að virka nema bara á mynd!
Bitarnir í loftinu eru mjög glæsilegir... en gólfefnið er ég ekki alveg að kaupa, samt er það svolítið Kúl !(Á mynd)  En það er náttúrulega ljósakrónan sem lyftir þessu öllu upp !
Hérna er síðan þeirra : Xavier Donck & Partners


Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...