Saturday

Jólatréð skreytt

Búin að skreyta jólatréð. Ég keypti þetta tré  í Sia fyrir einu ári síðan .  það er algjör draumur að þurfa ekki að setja jólatrésseríu á tréð!
Flest allt skrautið sem er á jólatrénu er ég búin að eiga í mörg ár! ...og allar góðu minningarnar frá fyrri tíð  rifjast upp !
  (Mynd fyrir neðan) Ballerína

(Mynd fyrir neðan)  þessi skautastelpa er alltaf svo fín! Búin að eiga hana í mörg ár!


(Mynd fyrir neðan) Þetta skraut bjó Hinrik minn til og gaf
ömmu sinni fyrir nokkrum árum síðan.
(Mynd fyrir neðan) Hjartans barnabörnin mín eru jólaskrautið mitt í ár! Mynd af barnabörnunum litlum og síðan hinu megin á hjartanu eru myndir af þeim eins og þau eru í dag:)

Bangsar eru svo sætir !

Þennann engil hef ég oft haft á toppnum á jólatrénu ,hann er svo fallegur og nýtur sýn vel á sófaborðinu!

 ♥ Kveðja K.K.  ♥

Thursday

TRÉDRUMBURINN MINN !

Fékk mér náttúrulega rafmagns juðara ... Ekkert vit í öðru!

Það er tiltölulega auðvelt að fletta berkinum af ...Eftir að  drumbarnir eru búnir að vera innandyra í c.a. vikutíma...
Hérna eru áhöldin sem ég notaði ... og nauðsynlegt að setja á sig góða vinnuvetlinga :)


 Svo er börkurinn svo fallegur og hægt að nota hann til skrauts t.d. ofan í glerkrukkuna sem er á myndinn hér rétt fyrir neðan!
 Nauðsynlegt að setja hjól á drumbin svo auðvelt sé að færa hann til !


 Svo rúllar maður honum bara til og frá eftir hentugleikum!


Kíktu fljótt aftur :)

Sunday

Hugmyndir að Hátíðar Borðskreytingum

Þessar myndir sem ég setti inn af yndislega fallegum borðskreytingum eru algjört augnaaayyyndi. Gott að fá smá hugmyndir fyrir veislukrásirnar  sem framundan eru hjá svo mörgum um þessar mundir:)










Fullt af jóla hugmyndum á pinterest síðunni minni
Takk fyrir innlitið

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...