Thursday

Svo Flott !

Eru ljósakrónurnar að koma aftur eða hafa þær aldrei farið úr tísku. 

Það er ótrúlegt að þetta fari saman veðurbarinn viðurinn og þessi glæsilega ljósakróna :) en ég er hugfanginn af þessari samsetningu ... Samt er ég að spá í það hvort þetta sé bara spurning um myndrænu hliðina á þessu. Sumt myndast betur en það er  í raunveruleikanum ...Og svo myndi ég segja að borðið væri ekki hentugt sem borðstofuborð nema bara upp á punt!  það er náttúrulega ekki þrifvænt? En þetta er glæsileg mynd . Myndi fara vel á Veröndinni ... Hvað finnst ykkur?

 Yndislegt borðstofa ! Ég elska svona loftbita ...þeir eru Ekta!
 Ég hef ekki séð svona timbur - (planka) notaða í gólfefni áður, ég meina í fullbúna íbúð þetta er of gróft fyrir minn smekk, eins og það sé eitthvað sem eigi eftir að klára :) Þetta er ekki að virka nema bara á mynd!
Bitarnir í loftinu eru mjög glæsilegir... en gólfefnið er ég ekki alveg að kaupa, samt er það svolítið Kúl !(Á mynd)  En það er náttúrulega ljósakrónan sem lyftir þessu öllu upp !
Hérna er síðan þeirra : Xavier Donck & Partners


Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag! 

Monday

Gerðu Það Sjálf II




Ég efast ekki um það, að margar ykkar eru þegar búnar að uppgötva þessa síðu  The Graphics Fairy hjá henni  Karen . En samt eru örugglega  nokkrar ennþá eins og ég sem voru ekki búnar að finna hana. En Nú er komið að því ;) Og þessi Block Posters er algert must fyrir þær sem eru að mála stafi og annað á húsgönin sín!


Þessar myndir hér fyrir neðan fékk ég hér.
Gaman að sjá hvernig hún Kathy breytti þessu sófaborði .



 Borðið hér fyrir neðan finnst mér æðislega krúttlegt! Skoðið það hér :
Shabby Pink Stamper

Langar ykkur til að sjá hvernig Donna Williams breytti þessum glugga...


Þetta er náttúrulega allt annar gluggi! ekki satt? Frábært!


Takk fyrir innlitið ! 

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...